Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 10:45 Jordi Turull, forsetaefni katalónskra sjálfstæðissinna, var handtekinn. Til stóð að greiða atkvæði um skipan hans sem forseta héraðsstjórnarinnar. Vísir/AFP Til óeirða kom í Katanlóníu í gærkvöldi eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra, og ákváðu að réttað skyldi yfir tuttugu og fimm öðrum í tengslum við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í fyrra. Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir uppreisn, fjárdrátt og að hafa óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við þjóðaatkvæðagreiðsluna. Þetta setur fyrirhugaða atkvæðagreiðslu katalónska þingsins í uppnám, en þar stóð til að tilnefna Turull sem forseta sjálfstjórnarhéraðsins í dag. Auk Turull voru forseti katalónska héraðsþingsins, þróunar-, atvinnumála- og utanríkismálaráðherrar héraðsstjórnarinnar handteknir. Tíðindin um handtökurnar og ákærurnar hleyptu kappi í mótmæli sem höfðu þegar verið boðuð í Katalóníu í gærkvöldi. Kom til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu sem vörðu spænskar stjórnarbyggingar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælendurnir hafi meðal annars brennt myndir af hæstaréttardómara og af Filippusi konungi. Tveir leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar eru enn eftirlýstir og hafa þeir hafa flúið land til Belgíu og Sviss, þar á meðal Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar. Reuters-fréttastofan segir að Puigdemont gæti verið handtekinn í Finnlandi eftir að spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Finnsk stjórnvöld eru sögð hafa óskað frekari gagna frá spænsku ríkisstjórninni áður en hún ákveður næstu skref. Lögmaður Puigdemont segir að hann muni gefa sig fram við finnsku lögregluna. Hann kom til landsins á fimmtudag til þess að hitta þingmenn og vera viðstaddur ráðstefnu. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um handtökuskipun Puigdemont. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Til óeirða kom í Katanlóníu í gærkvöldi eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra, og ákváðu að réttað skyldi yfir tuttugu og fimm öðrum í tengslum við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í fyrra. Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir uppreisn, fjárdrátt og að hafa óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við þjóðaatkvæðagreiðsluna. Þetta setur fyrirhugaða atkvæðagreiðslu katalónska þingsins í uppnám, en þar stóð til að tilnefna Turull sem forseta sjálfstjórnarhéraðsins í dag. Auk Turull voru forseti katalónska héraðsþingsins, þróunar-, atvinnumála- og utanríkismálaráðherrar héraðsstjórnarinnar handteknir. Tíðindin um handtökurnar og ákærurnar hleyptu kappi í mótmæli sem höfðu þegar verið boðuð í Katalóníu í gærkvöldi. Kom til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu sem vörðu spænskar stjórnarbyggingar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælendurnir hafi meðal annars brennt myndir af hæstaréttardómara og af Filippusi konungi. Tveir leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar eru enn eftirlýstir og hafa þeir hafa flúið land til Belgíu og Sviss, þar á meðal Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar. Reuters-fréttastofan segir að Puigdemont gæti verið handtekinn í Finnlandi eftir að spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Finnsk stjórnvöld eru sögð hafa óskað frekari gagna frá spænsku ríkisstjórninni áður en hún ákveður næstu skref. Lögmaður Puigdemont segir að hann muni gefa sig fram við finnsku lögregluna. Hann kom til landsins á fimmtudag til þess að hitta þingmenn og vera viðstaddur ráðstefnu. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um handtökuskipun Puigdemont.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59
Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16