Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:49 Gangnam Style tröllreið öllu árið 2012 og gerði Psy að ofurstjörnu. Vísir/Getty Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53