Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:49 Gangnam Style tröllreið öllu árið 2012 og gerði Psy að ofurstjörnu. Vísir/Getty Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53