Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 12:03 Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands. Vísir/AFP Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það. Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það.
Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45
Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34
Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15
Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00
Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39