Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 11:31 Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. vísir/getty Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í morgun voru tvær konur sem hafa átt í kynferðislegu sambandi við Madsen. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen en önnur kvennanna kynntist honum í partýi fyrir fólk sem vill stunda BDSM-kynlíf. Konan lýsti því fyrir dómi að eitt sinn hefðu þau stundað kynlíf þar sem Madsen tók hana hálstaki en hún sagði að hann hefði ekki þrengt mjög mikið að. Þá hefðu þau stundað kynlíf í kafbátnum hans. Þegar hún var spurð að því hvort hún hefði verið bundin þar niður svaraði hún neitandi.Sjá einnig:Bein textalýsing fréttamanns DR úr dómsal Segist ekki líta á Madsen sem ofbeldisfullan mann Hin konan sem kom fyrir dóminn í morgun lýsti Madsen sem ekkert sérstaklega sjálfsöruggum manni. Hann hefði aldrei orðið ofbeldisfullur við hana. „Hann tók mig stundum hálstaki en það var ekkert mál. Ég hef ekki litið á Peter Madsen sem árásarhneigðan mann,“ sagði konan. Hún var spurð út í ýmis textaskilaboð, bæði á milli hennar og Madsen og á milli hennar og annarrar konu sem einnig átti í kynferðislegu sambandi við Madsen. Á meðal þess sem sú kona sagði þeirri sem bar vitni í morgun var að hún og Madsen hefðu talað um að gera „snuff“-mynd með henni. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. „Þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður“ „Peter er heillaður af dauðanum en ég man ekki hverju það tengist,“ sagði konan fyrir dómi í morgun. Spurð út í textaskilaboðin um „snuff“-myndina kvaðst hún ekki hafa vitað hvað „snuff“ væri. Hún hefði hins vegar ekki talið að konan sem sendi henni skilaboðin og Madsen myndu gera eitthvað við hana í kafbátnum. Konan var síðan spurð út í hvað hún hefði átt við með eftirfarandi skilaboðum sem hún hefði sent á hina konuna, viku eftir að Madsen var handtekinn: „Ef þau heyra alla söguna um mig og Peter þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður.“ Svaraði konan því til að hún hefði átt við að samband hennar og Madsen hefði verið óvenjulegt. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í morgun voru tvær konur sem hafa átt í kynferðislegu sambandi við Madsen. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen en önnur kvennanna kynntist honum í partýi fyrir fólk sem vill stunda BDSM-kynlíf. Konan lýsti því fyrir dómi að eitt sinn hefðu þau stundað kynlíf þar sem Madsen tók hana hálstaki en hún sagði að hann hefði ekki þrengt mjög mikið að. Þá hefðu þau stundað kynlíf í kafbátnum hans. Þegar hún var spurð að því hvort hún hefði verið bundin þar niður svaraði hún neitandi.Sjá einnig:Bein textalýsing fréttamanns DR úr dómsal Segist ekki líta á Madsen sem ofbeldisfullan mann Hin konan sem kom fyrir dóminn í morgun lýsti Madsen sem ekkert sérstaklega sjálfsöruggum manni. Hann hefði aldrei orðið ofbeldisfullur við hana. „Hann tók mig stundum hálstaki en það var ekkert mál. Ég hef ekki litið á Peter Madsen sem árásarhneigðan mann,“ sagði konan. Hún var spurð út í ýmis textaskilaboð, bæði á milli hennar og Madsen og á milli hennar og annarrar konu sem einnig átti í kynferðislegu sambandi við Madsen. Á meðal þess sem sú kona sagði þeirri sem bar vitni í morgun var að hún og Madsen hefðu talað um að gera „snuff“-mynd með henni. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. „Þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður“ „Peter er heillaður af dauðanum en ég man ekki hverju það tengist,“ sagði konan fyrir dómi í morgun. Spurð út í textaskilaboðin um „snuff“-myndina kvaðst hún ekki hafa vitað hvað „snuff“ væri. Hún hefði hins vegar ekki talið að konan sem sendi henni skilaboðin og Madsen myndu gera eitthvað við hana í kafbátnum. Konan var síðan spurð út í hvað hún hefði átt við með eftirfarandi skilaboðum sem hún hefði sent á hina konuna, viku eftir að Madsen var handtekinn: „Ef þau heyra alla söguna um mig og Peter þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður.“ Svaraði konan því til að hún hefði átt við að samband hennar og Madsen hefði verið óvenjulegt.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04