Leita leiða til að hægja á hjólreiðafólki úti á Nesi Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 14:30 Hugmyndir uppi um að setja hjámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi. Vísir/Hanna Seltjarnarnesbær er með til skoðunar leiðir til að hægja á hjólreiðafólki og er jafnvel til skoðunar að setja hámarkshraða á stíga sem gangandi og hjólandi vegfarendur deila í sveitarfélaginu.Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu i dag en þar kom fram að margir hafi áhyggjur af hjólreiðamönnum sem þykja fara fremur hratt á stígum sem eru hringinn í kringum Seltjarnarnes. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn með til skoðunar nokkur úrræði til að hægja á hjólreiðamönnum. Líklegasta lendingin er sú að það verði gert með fræðslu og vinsælum tilmælum en engum viðurlögum verði beitt.Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness. Fréttablaðið/GVA„Og vekja athygli hjólreiðamanna að hjóla ekki svona hratt á þessum stígum þar sem gangandi eru líka,“ segir Ásgerður. Að stórum hluta á Seltjarnarnesi eru þessir stígar tvöfaldir, annars vegar aðeins ætlaðir gangandi vegfarendum og hins vegar aðeins fyrir hjólreiðafólk. Ásgerður segir frá Gróttu og að golfskálanum úti á Nesi sé stígurinn einfaldur en til standi að breikka hann.15 kílómetra hámarkshraði jafnvel í myndinni Hún segir hugmyndir um að setja hámarkshraða á sum svæði en aðspurð nefnir hún fimmtán kílómetra hraða á klukkustund sem dæmi um ásættanlegan hámarkshraða. Hún segir æ fleiri farna að æfa hjólreiðar og margir stundi hjólreiðar sér til skemmtunar. Það geti skapað aðstæður þar sem mikill hraði kappsamra reiðhjólamanna fer ekki saman við þá sem eru með börnin á gangi á þessum stígum. „Þá verður fólki brugðið, sérstaklega börnum og eldra fólki, þegar koma hópar fram hjá á miklu hraða án allra viðvarana. Þetta er alltaf að verða vinsælla og maður sér muninn um leið og snjór og frost er farið úr jörðu, þá koma allir á fullu á hjólunum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að hætta en það þurfa allir að taka tillit til hvors annars.“Hugmyndir komnar erlendis frá Hún segir þær hugmyndir sem eru til skoðunar margar hverjar fengnar erlendis frá þar sem er meiri hefð fyrir hjólreiðum og meiri tillitssemi ríki. Erlendis tíðkist til dæmis að koma fyrir hvítum borðum sem eiga að gefa hjólreiðamönnum merki um að hægja á sér. Málið ver í útfærslu hjá skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar og er von á að það fari fyrir bæjarstjórn í apríl næstkomandi. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Seltjarnarnesbær er með til skoðunar leiðir til að hægja á hjólreiðafólki og er jafnvel til skoðunar að setja hámarkshraða á stíga sem gangandi og hjólandi vegfarendur deila í sveitarfélaginu.Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu i dag en þar kom fram að margir hafi áhyggjur af hjólreiðamönnum sem þykja fara fremur hratt á stígum sem eru hringinn í kringum Seltjarnarnes. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir bæinn með til skoðunar nokkur úrræði til að hægja á hjólreiðamönnum. Líklegasta lendingin er sú að það verði gert með fræðslu og vinsælum tilmælum en engum viðurlögum verði beitt.Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness. Fréttablaðið/GVA„Og vekja athygli hjólreiðamanna að hjóla ekki svona hratt á þessum stígum þar sem gangandi eru líka,“ segir Ásgerður. Að stórum hluta á Seltjarnarnesi eru þessir stígar tvöfaldir, annars vegar aðeins ætlaðir gangandi vegfarendum og hins vegar aðeins fyrir hjólreiðafólk. Ásgerður segir frá Gróttu og að golfskálanum úti á Nesi sé stígurinn einfaldur en til standi að breikka hann.15 kílómetra hámarkshraði jafnvel í myndinni Hún segir hugmyndir um að setja hámarkshraða á sum svæði en aðspurð nefnir hún fimmtán kílómetra hraða á klukkustund sem dæmi um ásættanlegan hámarkshraða. Hún segir æ fleiri farna að æfa hjólreiðar og margir stundi hjólreiðar sér til skemmtunar. Það geti skapað aðstæður þar sem mikill hraði kappsamra reiðhjólamanna fer ekki saman við þá sem eru með börnin á gangi á þessum stígum. „Þá verður fólki brugðið, sérstaklega börnum og eldra fólki, þegar koma hópar fram hjá á miklu hraða án allra viðvarana. Þetta er alltaf að verða vinsælla og maður sér muninn um leið og snjór og frost er farið úr jörðu, þá koma allir á fullu á hjólunum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að hætta en það þurfa allir að taka tillit til hvors annars.“Hugmyndir komnar erlendis frá Hún segir þær hugmyndir sem eru til skoðunar margar hverjar fengnar erlendis frá þar sem er meiri hefð fyrir hjólreiðum og meiri tillitssemi ríki. Erlendis tíðkist til dæmis að koma fyrir hvítum borðum sem eiga að gefa hjólreiðamönnum merki um að hægja á sér. Málið ver í útfærslu hjá skipulagsnefnd Seltjarnarnesbæjar og er von á að það fari fyrir bæjarstjórn í apríl næstkomandi.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira