Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 17:45 Anton Vasiliev er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Egill. Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. Ólíkt hinum Norðurlöndunum hyggjast íslensk stjórnvöld ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru hluti af samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar á Sergei Skripal í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins.Ari Trausti og Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi utanríkismálanefndar í dag.Vísir/Egill„Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar,“ segir í tilkynningunni.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.„Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í tilkynningunni.Sendiherra Rússlands var kallaður á fund Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem honum var greint frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.Aðgerðir í hlutfalli við stærð íslenska sendiráðsins í Rússlandi Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í utanríkismálanefnd, segir ástæðu þess að engum sé vísað úr landi þá að í sendiráði Íslands í Moskvu séu þrír fulltrúar. Aðgerðir Íslands séu í hlutfalli við stærð sendiráðsins. „Ef við vísum rússneskum diplómata úr landi þá eru Rússar líklegir til að gjalda líku líkt. Þá mætti segja sem svo að sendiráðið væri óstarfhæft,“ segir Ari Trausti en vísaði annars á utanríkisráðherra fyrir frekari svör. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Hann verður gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. Ólíkt hinum Norðurlöndunum hyggjast íslensk stjórnvöld ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru hluti af samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásar á Sergei Skripal í enska bænum Salisbury í upphafi mánaðarins.Ari Trausti og Rósa Björk Brynjólfsdóttir að loknum fundi utanríkismálanefndar í dag.Vísir/Egill„Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við árásinni hafa hingað til verið ótraustvekjandi og yfirlýsingar þeirra ótrúverðugar,“ segir í tilkynningunni.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.„Af hálfu Íslands felast aðgerðirnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi á komandi sumri,“ segir í tilkynningunni.Sendiherra Rússlands var kallaður á fund Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem honum var greint frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar.Aðgerðir í hlutfalli við stærð íslenska sendiráðsins í Rússlandi Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi vinstri grænna í utanríkismálanefnd, segir ástæðu þess að engum sé vísað úr landi þá að í sendiráði Íslands í Moskvu séu þrír fulltrúar. Aðgerðir Íslands séu í hlutfalli við stærð sendiráðsins. „Ef við vísum rússneskum diplómata úr landi þá eru Rússar líklegir til að gjalda líku líkt. Þá mætti segja sem svo að sendiráðið væri óstarfhæft,“ segir Ari Trausti en vísaði annars á utanríkisráðherra fyrir frekari svör. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar. Hann verður gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18 Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali Rússneskum erindrekum verður vísað frá Bandaríkjunum, Kanada og fjölda Evrópuþjóða. 26. mars 2018 13:18
Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03