Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 22:33 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. Lögfræðingar Trump krefja hana um háar fjárhæðir eftir að hún sat fyrir svörum í 60 mínútum um helgina. BBC greinir frá. „Forsetinn trúir ekki neinum af þeim ásökunum sem settar voru fram af frú Daniels í viðtalinu í gær,“ er haft eftir talsmanni Trump, Raj Shah. Hafa lögfræðingar krafið hana um 20 milljónir dollara, um tvo milljarða króna. Segja þeir hana hafa brotið þagnarákvæði í samkomulagi á milli forsetans og Daniels. Fékk hún greidda 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006.Í viðtalinu við 60 mínútur sagði Daniels að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Trump. Sagði hún einnig að ástæða þess að hún væri að tjá sig um málið, þrátt fyrir hótanir lögmanna Trump um að lögsækja hana og krefjast einnar milljónar dala í hvert sinn sem hún tjáir sig, væri vegna þess að hún vildi fá tækifæri til að verja sig. Henni þætti ótækt að fólk væri að saka hana um lygar og að hafa sofið hjá Trump fyrir peninga. Fyrir utan fyrrnefnda yfirlýsingu Hvíta hússins hefur Trump enn ekki tjáð sig um viðtalið. Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. Lögfræðingar Trump krefja hana um háar fjárhæðir eftir að hún sat fyrir svörum í 60 mínútum um helgina. BBC greinir frá. „Forsetinn trúir ekki neinum af þeim ásökunum sem settar voru fram af frú Daniels í viðtalinu í gær,“ er haft eftir talsmanni Trump, Raj Shah. Hafa lögfræðingar krafið hana um 20 milljónir dollara, um tvo milljarða króna. Segja þeir hana hafa brotið þagnarákvæði í samkomulagi á milli forsetans og Daniels. Fékk hún greidda 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006.Í viðtalinu við 60 mínútur sagði Daniels að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Trump. Sagði hún einnig að ástæða þess að hún væri að tjá sig um málið, þrátt fyrir hótanir lögmanna Trump um að lögsækja hana og krefjast einnar milljónar dala í hvert sinn sem hún tjáir sig, væri vegna þess að hún vildi fá tækifæri til að verja sig. Henni þætti ótækt að fólk væri að saka hana um lygar og að hafa sofið hjá Trump fyrir peninga. Fyrir utan fyrrnefnda yfirlýsingu Hvíta hússins hefur Trump enn ekki tjáð sig um viðtalið.
Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45