Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 22:33 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. Lögfræðingar Trump krefja hana um háar fjárhæðir eftir að hún sat fyrir svörum í 60 mínútum um helgina. BBC greinir frá. „Forsetinn trúir ekki neinum af þeim ásökunum sem settar voru fram af frú Daniels í viðtalinu í gær,“ er haft eftir talsmanni Trump, Raj Shah. Hafa lögfræðingar krafið hana um 20 milljónir dollara, um tvo milljarða króna. Segja þeir hana hafa brotið þagnarákvæði í samkomulagi á milli forsetans og Daniels. Fékk hún greidda 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006.Í viðtalinu við 60 mínútur sagði Daniels að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Trump. Sagði hún einnig að ástæða þess að hún væri að tjá sig um málið, þrátt fyrir hótanir lögmanna Trump um að lögsækja hana og krefjast einnar milljónar dala í hvert sinn sem hún tjáir sig, væri vegna þess að hún vildi fá tækifæri til að verja sig. Henni þætti ótækt að fólk væri að saka hana um lygar og að hafa sofið hjá Trump fyrir peninga. Fyrir utan fyrrnefnda yfirlýsingu Hvíta hússins hefur Trump enn ekki tjáð sig um viðtalið. Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. Lögfræðingar Trump krefja hana um háar fjárhæðir eftir að hún sat fyrir svörum í 60 mínútum um helgina. BBC greinir frá. „Forsetinn trúir ekki neinum af þeim ásökunum sem settar voru fram af frú Daniels í viðtalinu í gær,“ er haft eftir talsmanni Trump, Raj Shah. Hafa lögfræðingar krafið hana um 20 milljónir dollara, um tvo milljarða króna. Segja þeir hana hafa brotið þagnarákvæði í samkomulagi á milli forsetans og Daniels. Fékk hún greidda 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006.Í viðtalinu við 60 mínútur sagði Daniels að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Trump. Sagði hún einnig að ástæða þess að hún væri að tjá sig um málið, þrátt fyrir hótanir lögmanna Trump um að lögsækja hana og krefjast einnar milljónar dala í hvert sinn sem hún tjáir sig, væri vegna þess að hún vildi fá tækifæri til að verja sig. Henni þætti ótækt að fólk væri að saka hana um lygar og að hafa sofið hjá Trump fyrir peninga. Fyrir utan fyrrnefnda yfirlýsingu Hvíta hússins hefur Trump enn ekki tjáð sig um viðtalið.
Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45