Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum.
Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011.
Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði.
Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.
A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2
— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018