Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fær rúmar 619 þúsund krónur greiddar ofan á grunnlaun sem hafa nú hækkað Vísir/STefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn tillögu starfskjaranefndar félagsins um að rétt væri að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um 6,9 prósent. Með hækkuninni fara grunnlaun Bjarna úr 2.220.870 krónum í 2.374.110 krónur og hækka því um rúmar 153 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 1,8 milljónir á ári. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í febrúar í fyrra hækkaði stjórn OR líka laun Bjarna þá um 8,6 prósent. Við það fóru heildarlaun forstjórans í um 2,8 milljónir króna sem skýrist af því að ofan á grunnlaun forstjórans lagðist í fyrra 147 þúsund króna greiðsla á mánuði, eða sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið í eigu OR.Sjá einnig: Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011Við það bættust síðan tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Bjarni gegnir enn stjórnarformennsku í þessum dótturfélögum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OR hefur þóknun Bjarna fyrir stjórnarformennskuna hækkað síðan í fyrra og nemur nú 243.836 krónum fyrir hvort félag. Reiknuð bifreiðahlunnindi hafa á móti lækkað og eru nú 132.111 krónur. Eftir hækkunina nú í febrúar nema heildarlaun forstjóra OR því 2.993.893 krónum á mánuði. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra þá námu mánaðarlaun forstjóra OR 1.340 þúsund krónum árið 2011 þegar Bjarni tók við forstjórastarfinu og hafa því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Til samanburðar þá nema heildarlaun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði að föstum starfskostnaði og þóknun vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu meðtöldum. Samkvæmt ársreikningi OR nam hagnaður félagsins 16,3 milljörðum króna en um helmingur hagnaðarins er til kominn vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði. Stærstu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28 Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn tillögu starfskjaranefndar félagsins um að rétt væri að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um 6,9 prósent. Með hækkuninni fara grunnlaun Bjarna úr 2.220.870 krónum í 2.374.110 krónur og hækka því um rúmar 153 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 1,8 milljónir á ári. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í febrúar í fyrra hækkaði stjórn OR líka laun Bjarna þá um 8,6 prósent. Við það fóru heildarlaun forstjórans í um 2,8 milljónir króna sem skýrist af því að ofan á grunnlaun forstjórans lagðist í fyrra 147 þúsund króna greiðsla á mánuði, eða sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið í eigu OR.Sjá einnig: Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011Við það bættust síðan tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Bjarni gegnir enn stjórnarformennsku í þessum dótturfélögum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OR hefur þóknun Bjarna fyrir stjórnarformennskuna hækkað síðan í fyrra og nemur nú 243.836 krónum fyrir hvort félag. Reiknuð bifreiðahlunnindi hafa á móti lækkað og eru nú 132.111 krónur. Eftir hækkunina nú í febrúar nema heildarlaun forstjóra OR því 2.993.893 krónum á mánuði. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra þá námu mánaðarlaun forstjóra OR 1.340 þúsund krónum árið 2011 þegar Bjarni tók við forstjórastarfinu og hafa því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Til samanburðar þá nema heildarlaun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði að föstum starfskostnaði og þóknun vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu meðtöldum. Samkvæmt ársreikningi OR nam hagnaður félagsins 16,3 milljörðum króna en um helmingur hagnaðarins er til kominn vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði. Stærstu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28 Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28
Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00