Tölvurnar að þurrka út sýningarstjórana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 08:00 Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Vísir/STEFÁN „Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira