Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 08:00 Gunnar Nelson snýr líklega aftur í lok maí. vísir/getty Gunnar Nelson er sagður vera kominn með stóran bardaga gegn Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí og snýr þá aftur í búrið eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Það er MMA-blaðamaðurinn Farah Hannoun sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hver fjölmiðlinn á fætur öðrum sem fjallar um UFC og blandaðar bardagalistir hefur skrifað frétt upp úr tísti hennar. Heimamaðurinn Darren Till, sem keppir í veltivigt eins og Gunnar og Magny, berst í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool en UFC vildi að Gunnar og Till myndu mætast í Lundúnum í mars. Ekkert varð úr því.EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018 Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta þegar að Vísir spurði hann um málið en sjálfur hefur Magny greint frá því að hann sé kominn með bardaga. Magny birtir mynd af sér á Instagram og segir: „Búinn að skrifa undir bardaga. Tilkynning væntanleg.“ Hann fer þó ekkert nánar í málið og segir við hvern hann á að berjast en svo virðist sem Gunnar og Magny muni mætast í Liverpool 27. maí. Neil Magny er í níunda sæti veltivigtarinnar en Gunnar í þrettánda sæti. Bandaríkjamaðurinn barðist síðast við Carlos Condit á UFC 219-bardagakvöldinu í Las Vegas í desember á síðasta ári og vann, en hann hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum í UFC sem allir hafa verið á númerakorti. Í heildina hefur þrítugi reynsluboltinn Neil Magny unnið 20 bardaga á atvinumannaferlinum og tapað aðeins sex, þar af hefur hann unnið þrettán og tapað fimm í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. Bout agreement signed....fight announcement coming soon @ufc @alliancemma @elevationfightteamco A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on Mar 26, 2018 at 3:04pm PDT MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Gunnar Nelson er sagður vera kominn með stóran bardaga gegn Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí og snýr þá aftur í búrið eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Það er MMA-blaðamaðurinn Farah Hannoun sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hver fjölmiðlinn á fætur öðrum sem fjallar um UFC og blandaðar bardagalistir hefur skrifað frétt upp úr tísti hennar. Heimamaðurinn Darren Till, sem keppir í veltivigt eins og Gunnar og Magny, berst í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool en UFC vildi að Gunnar og Till myndu mætast í Lundúnum í mars. Ekkert varð úr því.EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018 Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta þegar að Vísir spurði hann um málið en sjálfur hefur Magny greint frá því að hann sé kominn með bardaga. Magny birtir mynd af sér á Instagram og segir: „Búinn að skrifa undir bardaga. Tilkynning væntanleg.“ Hann fer þó ekkert nánar í málið og segir við hvern hann á að berjast en svo virðist sem Gunnar og Magny muni mætast í Liverpool 27. maí. Neil Magny er í níunda sæti veltivigtarinnar en Gunnar í þrettánda sæti. Bandaríkjamaðurinn barðist síðast við Carlos Condit á UFC 219-bardagakvöldinu í Las Vegas í desember á síðasta ári og vann, en hann hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum í UFC sem allir hafa verið á númerakorti. Í heildina hefur þrítugi reynsluboltinn Neil Magny unnið 20 bardaga á atvinumannaferlinum og tapað aðeins sex, þar af hefur hann unnið þrettán og tapað fimm í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. Bout agreement signed....fight announcement coming soon @ufc @alliancemma @elevationfightteamco A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on Mar 26, 2018 at 3:04pm PDT
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira