Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 08:00 Gunnar Nelson snýr líklega aftur í lok maí. vísir/getty Gunnar Nelson er sagður vera kominn með stóran bardaga gegn Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí og snýr þá aftur í búrið eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Það er MMA-blaðamaðurinn Farah Hannoun sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hver fjölmiðlinn á fætur öðrum sem fjallar um UFC og blandaðar bardagalistir hefur skrifað frétt upp úr tísti hennar. Heimamaðurinn Darren Till, sem keppir í veltivigt eins og Gunnar og Magny, berst í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool en UFC vildi að Gunnar og Till myndu mætast í Lundúnum í mars. Ekkert varð úr því.EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018 Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta þegar að Vísir spurði hann um málið en sjálfur hefur Magny greint frá því að hann sé kominn með bardaga. Magny birtir mynd af sér á Instagram og segir: „Búinn að skrifa undir bardaga. Tilkynning væntanleg.“ Hann fer þó ekkert nánar í málið og segir við hvern hann á að berjast en svo virðist sem Gunnar og Magny muni mætast í Liverpool 27. maí. Neil Magny er í níunda sæti veltivigtarinnar en Gunnar í þrettánda sæti. Bandaríkjamaðurinn barðist síðast við Carlos Condit á UFC 219-bardagakvöldinu í Las Vegas í desember á síðasta ári og vann, en hann hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum í UFC sem allir hafa verið á númerakorti. Í heildina hefur þrítugi reynsluboltinn Neil Magny unnið 20 bardaga á atvinumannaferlinum og tapað aðeins sex, þar af hefur hann unnið þrettán og tapað fimm í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. Bout agreement signed....fight announcement coming soon @ufc @alliancemma @elevationfightteamco A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on Mar 26, 2018 at 3:04pm PDT MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Sjá meira
Gunnar Nelson er sagður vera kominn með stóran bardaga gegn Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí og snýr þá aftur í búrið eftir tapið gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Það er MMA-blaðamaðurinn Farah Hannoun sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en hver fjölmiðlinn á fætur öðrum sem fjallar um UFC og blandaðar bardagalistir hefur skrifað frétt upp úr tísti hennar. Heimamaðurinn Darren Till, sem keppir í veltivigt eins og Gunnar og Magny, berst í aðalbardaga kvöldsins í Liverpool en UFC vildi að Gunnar og Till myndu mætast í Lundúnum í mars. Ekkert varð úr því.EXCLUSIVE: Gunnar Nelson vs. Neil Magny in the works for UFC Liverpool (May 27th) #UFC #MMA pic.twitter.com/Bujes6fcgw— Farah Hannoun (@Farah_Hannoun) March 26, 2018 Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta þegar að Vísir spurði hann um málið en sjálfur hefur Magny greint frá því að hann sé kominn með bardaga. Magny birtir mynd af sér á Instagram og segir: „Búinn að skrifa undir bardaga. Tilkynning væntanleg.“ Hann fer þó ekkert nánar í málið og segir við hvern hann á að berjast en svo virðist sem Gunnar og Magny muni mætast í Liverpool 27. maí. Neil Magny er í níunda sæti veltivigtarinnar en Gunnar í þrettánda sæti. Bandaríkjamaðurinn barðist síðast við Carlos Condit á UFC 219-bardagakvöldinu í Las Vegas í desember á síðasta ári og vann, en hann hefur unnið tvo af síðustu fjórum bardögum sínum í UFC sem allir hafa verið á númerakorti. Í heildina hefur þrítugi reynsluboltinn Neil Magny unnið 20 bardaga á atvinumannaferlinum og tapað aðeins sex, þar af hefur hann unnið þrettán og tapað fimm í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. Bout agreement signed....fight announcement coming soon @ufc @alliancemma @elevationfightteamco A post shared by Neil Magny (@neil_magny170) on Mar 26, 2018 at 3:04pm PDT
MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Sjá meira