Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 10:51 Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. vísir/getty Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. Vitni í réttarhöldunum, tvær ungar konur, segja Madsen hafa boðið sér einum út að sigla í kafbátnum þar sem Wall var ráðinn bani þann 10. ágúst síðastliðinn. Þriðja vitnið, karlmaður, segir Madsen hafa rætt við sig um bestu leiðina til að fela lík, að því er fram kemur í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.Sjá einnig: „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vildi fá hana eina út að sigla Ung kona, sem var sjálfboðaliði hjá Raket-Madsen Rumlaboratorium, geimáætlunarverkefni Madsens, var fyrsta vitni á dagskrá. Í yfirheyrslu sagðist hún hafa komið nokkrum sinnum um borð í kafbátinn, m.a. til þess að þrífa hann. Hún sagði Madsen hafa spurt sig einu sinni hvort hún vildi koma með honum um borð í kafbátinn og sigla með honum. Þá sagði hún að Madsen hefði gert ráð fyrir því að þau yrðu ein í kafbátnum. „Hann spurði mig í gegnum síma og kannski með smáskilaboðum. Ég hafði látið það í ljós að ég vildi gjarnan fara með út að sigla,“ svaraði konan. Þá sagði hún að Madsen hafi talað um líkama hennar og hrósað honum. Teikning frá réttarhöldunum. Madsen sjálfur er til vinstri á mynd.Vísir/Afp Bauð í siglingu tveimur dögum áður en hann hitti Wall Næsta vitni var kona sem fór út í Refshale-eyju, rétt við Amager, ásamt vinkonu sinni þann 13. maí 2017. Þar hittu þær fyrir Peter Madsen sem ræddi við ferðamenn á ensku um kafbátinn, sem var við bryggju í grenndinni. Konurnar gáfu sig á tal við fólkið. Madsen sýndi þeim mikinn áhuga og bauð þeim í skoðunarferð um kafbátinn. Hann bauð þeim svo að koma með sér að sigla og fékk símanúmer kvennanna. Hann sendi þeim einnig vinabeiðni á Facebook og hóf þar samræður við þær í hópspjalli. Þar ítrekaði hann að hann vildi endilega fá þær í kafbátinn. Þann 26. júlí hringdi hann í vitnið en hún svaraði ekki símanum. Þann 8. ágúst, tveimur dögum áður en Kim Wall fór með Madsen út í kafbátinn, sendi Madsen konunni svo SMS. „Hæ, Xx. Manstu eftir kafbátnum. Ég ætla í smá ferð út í Flakfortet. Viltu ekki koma með?“ stóð skrifað í skilaboðunum. Aðspurð sagði konan að sér hefði þótt undarlegt að hann ávarpaði hana í eintölu. Hún svaraði Madsen því til að hvorki hún né vinkona hennar kæmust með honum. Ræddu bestu leiðina til að fela lík Þriðja vitnið var karlmaður sem starfaði, og starfar enn, hjá Copenhagen Suborbitals, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014. Maðurinn sagði Madsen hafa átt frumkvæði að samræðum um það hver væri besta leiðin til að losa sig við lík. Maðurinn sagði þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að fela lík í vatni og að Øresund hefði verið nefnt sem góður staður til þess brúks. Í málflutningi vitna sem yfirheyrð voru við réttarhöldin í gær kom fram að Madsen hafi haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Tvær ástkonur Madsens voru auk þess yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. Vitni í réttarhöldunum, tvær ungar konur, segja Madsen hafa boðið sér einum út að sigla í kafbátnum þar sem Wall var ráðinn bani þann 10. ágúst síðastliðinn. Þriðja vitnið, karlmaður, segir Madsen hafa rætt við sig um bestu leiðina til að fela lík, að því er fram kemur í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.Sjá einnig: „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vildi fá hana eina út að sigla Ung kona, sem var sjálfboðaliði hjá Raket-Madsen Rumlaboratorium, geimáætlunarverkefni Madsens, var fyrsta vitni á dagskrá. Í yfirheyrslu sagðist hún hafa komið nokkrum sinnum um borð í kafbátinn, m.a. til þess að þrífa hann. Hún sagði Madsen hafa spurt sig einu sinni hvort hún vildi koma með honum um borð í kafbátinn og sigla með honum. Þá sagði hún að Madsen hefði gert ráð fyrir því að þau yrðu ein í kafbátnum. „Hann spurði mig í gegnum síma og kannski með smáskilaboðum. Ég hafði látið það í ljós að ég vildi gjarnan fara með út að sigla,“ svaraði konan. Þá sagði hún að Madsen hafi talað um líkama hennar og hrósað honum. Teikning frá réttarhöldunum. Madsen sjálfur er til vinstri á mynd.Vísir/Afp Bauð í siglingu tveimur dögum áður en hann hitti Wall Næsta vitni var kona sem fór út í Refshale-eyju, rétt við Amager, ásamt vinkonu sinni þann 13. maí 2017. Þar hittu þær fyrir Peter Madsen sem ræddi við ferðamenn á ensku um kafbátinn, sem var við bryggju í grenndinni. Konurnar gáfu sig á tal við fólkið. Madsen sýndi þeim mikinn áhuga og bauð þeim í skoðunarferð um kafbátinn. Hann bauð þeim svo að koma með sér að sigla og fékk símanúmer kvennanna. Hann sendi þeim einnig vinabeiðni á Facebook og hóf þar samræður við þær í hópspjalli. Þar ítrekaði hann að hann vildi endilega fá þær í kafbátinn. Þann 26. júlí hringdi hann í vitnið en hún svaraði ekki símanum. Þann 8. ágúst, tveimur dögum áður en Kim Wall fór með Madsen út í kafbátinn, sendi Madsen konunni svo SMS. „Hæ, Xx. Manstu eftir kafbátnum. Ég ætla í smá ferð út í Flakfortet. Viltu ekki koma með?“ stóð skrifað í skilaboðunum. Aðspurð sagði konan að sér hefði þótt undarlegt að hann ávarpaði hana í eintölu. Hún svaraði Madsen því til að hvorki hún né vinkona hennar kæmust með honum. Ræddu bestu leiðina til að fela lík Þriðja vitnið var karlmaður sem starfaði, og starfar enn, hjá Copenhagen Suborbitals, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014. Maðurinn sagði Madsen hafa átt frumkvæði að samræðum um það hver væri besta leiðin til að losa sig við lík. Maðurinn sagði þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að fela lík í vatni og að Øresund hefði verið nefnt sem góður staður til þess brúks. Í málflutningi vitna sem yfirheyrð voru við réttarhöldin í gær kom fram að Madsen hafi haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Tvær ástkonur Madsens voru auk þess yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31