Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir við rannsókn á líkamsleifum Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 14:27 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um rannsókn á líkamsleifunum sem fundust á Faxaflóa. Vísir/Hanna Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi. Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði