Innlent

Drengir mega nú heita Bambus en ekki Pírati

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kannski mun þessi heita Bambus.
Kannski mun þessi heita Bambus. Vísir/Getty
Átta nöfn hafa bæst á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Eiginnafnið Bambus hlaut náð fyrir augun nefndarinnar en millinafninu Pírati var hafnað.

Nöfnin sem voru samþykkt voru stúlkunöfnin Alparós, Ýlfa og Nancy. Í úrskurði Mannanafnanefndar segir að nafnið Nancy komi fyrir í tveimur manntölum frá 1703 til 1920, auk þess sem að tvær konur beri nafnið í Þjóðskrá, sú eldri fædd 1952. Telst nafnið því hefðað.

Drengjanöfnin LevýLíus, Bambus, Tóti og Lóni voru einnig samþykkt sem eiginnöfn en nafninu Lóni var hafnað sem millinafn á þeim grundvelli að nafnið hefur nefnifallsendingu sem er ekki heimilt þegar um millinöfn er að ræða.

Millinöfnunum Strömfjörð og Pírati var einnig hafnað en hið síðarnefnda er ekki dregið af íslenskum orðstofni og hefur nefnifallsendingu og fullnægir þess vegna ekki skilyrðum laga um mannanöfn.

Úrskurði Mannanafnanefndar má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Konur mega nú heita Aríel en ekki Mia

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár.

Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður

Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×