Meta umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð neikvæð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 20:00 Lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við umhverfisáhrifum vegna kirkjugarðsins í hlíð Úlfarsfells. Vísir/Egill Aðalsteinsson Umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð í Úlfarsárfelli eru metin á bilinu óveruleg til talsvert neikvæð en lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu sem Reykjavíkurborg kynnti í Dalskóla í gær. Þar kemur fram að vörubílar þurfi að fara 36.000 til 57.000 ferðir með mold á svæðið á framkvæmdatímanum. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld og háð lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs efnislosunar við mótun garðsins. Framkvæmdin felur í sér haugsetningu á 570.000 rúmmetrum af jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs, kemur frá uppbyggingarsvæðum í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Áhrif á loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Nú þegar hefur verið lagður vegur að svæðinu og búið er að losa um 25.000 rúmmetra af jarðvegi. Í frummatsskýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdin taki um fimm ár. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2Þar kemur enn fremur fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar í heild séu óveruleg til talsverð neikvæð. Þeir umhverfisþættir sem verði fyrir talsvert neikvæðum áhrifum séu loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði sem verði fyrir óverulegum til talsvert neikvæðum áhrifum. Mótvægisaðgerðir eru lagðar til eins og að ræktaður verði skógur við svæðið í samráði við Skógræktina og að sáð verði í jarðveg. Áætlað er að vörubílar aki um þúsund rúmmetrum af jarðvegi á svæðið á dag og þar sem um sé að ræða 570.000 rúmmetra megi búast við að ferðirnar vegna þessar framkvæmdar verði samtals um 36.000 til 57.000 talsins. Í framhaldinu verði leitað umsagnar hjá ýmsum stofnunum ríkis og borgar og þá sé hægt að nálgast frummatsskýrsluna á vef Reykjavíkurborgar. Umhverfismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð í Úlfarsárfelli eru metin á bilinu óveruleg til talsvert neikvæð en lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu sem Reykjavíkurborg kynnti í Dalskóla í gær. Þar kemur fram að vörubílar þurfi að fara 36.000 til 57.000 ferðir með mold á svæðið á framkvæmdatímanum. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld og háð lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs efnislosunar við mótun garðsins. Framkvæmdin felur í sér haugsetningu á 570.000 rúmmetrum af jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs, kemur frá uppbyggingarsvæðum í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Áhrif á loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Nú þegar hefur verið lagður vegur að svæðinu og búið er að losa um 25.000 rúmmetra af jarðvegi. Í frummatsskýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdin taki um fimm ár. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2Þar kemur enn fremur fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar í heild séu óveruleg til talsverð neikvæð. Þeir umhverfisþættir sem verði fyrir talsvert neikvæðum áhrifum séu loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði sem verði fyrir óverulegum til talsvert neikvæðum áhrifum. Mótvægisaðgerðir eru lagðar til eins og að ræktaður verði skógur við svæðið í samráði við Skógræktina og að sáð verði í jarðveg. Áætlað er að vörubílar aki um þúsund rúmmetrum af jarðvegi á svæðið á dag og þar sem um sé að ræða 570.000 rúmmetra megi búast við að ferðirnar vegna þessar framkvæmdar verði samtals um 36.000 til 57.000 talsins. Í framhaldinu verði leitað umsagnar hjá ýmsum stofnunum ríkis og borgar og þá sé hægt að nálgast frummatsskýrsluna á vef Reykjavíkurborgar.
Umhverfismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira