Söfnunarfé nýtist til að byggja upp en ekki til að bjarga ríkinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsóttu Vog og Vík í gær og kynntu sér starfsemina. Þau fengu líka upplýsingar um reksturinn. Vísir/ernir „Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
„Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00