Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 16:38 Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Vísir Páskahelgin er nú handan við hornið en hún hefur löngum verið ein stærsta ferðahelgi ársins meðal Íslendinga. Landsmenn nota margir tækifærið og skella sér til útlanda eða í sumarbústað yfir páska – og standa því heimili þeirra auð á meðan. Margir hyggjast því e.t.v. gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa, sem sjá sér gjarnan leik á borði þegar heimili standa mannlaus yfir hátíðar, og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim málum. Þá er líklegt að innbrot séu landsmönnum sérstaklega ofarlega í huga þessi misserin en töluvert hefur verið fjallað um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Fimm sitja enn þá í gæsluvarðhaldi vegna málsins en á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af um 50 í febrúar. Þá er verðmæti stolinna muna talið hlaupa á milljónum.Gott að láta fjölskylduna vita þegar haldið er í ferðalag Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að margt sé hægt að gera til að verja heimili ágangi innbrotsþjófa. „Maður veit aldrei með þessa þjófa, hverju þeir taka upp á, og kannski sérstaklega núna þegar margir frídagar eru framundan og margir á leið erlendis og í bústað.“ Skúli segir að mikilvægt sé að loka öllu tryggilega, dyrum og gluggum, þegar haldið er í ferðalag en innbrotsþjófar virðast margir hafa smeygt sér í gegnum glugga við iðju sína. Þá geti einnig komið sér mjög vel að láta aðra vita ef ferðalag er á dagskrá, sem furðumargir hafa ekki tileinkað sér, að sögn Skúla.Sjá einnig: Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár „Þetta snýst um það, eins og við höfum verið að tala um undanfarið, hvernig þú skilur við heimili þitt. Að sjálfsögðu er gott að loka öllu vel og láta nágranna vita af ferðalaginu. Og svo ef eitthvað kemur upp á að þá séu mamma, pabbi eða systkini með lykil,“ segir Skúli. „Við sáum það í einu innbrotinu að fólkið kom heim eftir tvær vikur og þá var enginn búinn að líta eftir húsinu. Ef maður er með ágætt bakland þá er lykilatriði að láta líta eftir húsinu sínu, þó það væri ekki nema ef ofn fer að leka.“ Mikilvægt að vita hvað maður á Skúli leggur einnig ríka áherslu á að fá nágranna í lið með sér. Hægt sé að fá þá til að henda rusli í ruslatunnur svo þær séu ekki grunsamlega tómar, leggja bílum sínum öðru hvoru í stæðið sem stendur autt í fjarveru húsráðanda og ýta dagblöðunum alveg inn um lúguna. Þá hafi einfaldar myndavélar, sem fólk hefur sett upp heima hjá sér, oft komið að góðum notum við rannsókn á innbrotum. Auk þess sé gott að reyna að hafa verðmæti ekki sýnileg og vera með stöðuna á innbúinu á hreinu ef eiga þarf við tryggingafélög í kjölfar innbrots. „Það er líka mikilvægt að vita hvað maður á. Við erum flest tryggð en síðan þegar maður verður fyrir einhverju þá hefur ekki farið fram mat á eignum í mörg ár, en búið að versla ýmislegt síðan,“ segir Skúli. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Páskahelgin er nú handan við hornið en hún hefur löngum verið ein stærsta ferðahelgi ársins meðal Íslendinga. Landsmenn nota margir tækifærið og skella sér til útlanda eða í sumarbústað yfir páska – og standa því heimili þeirra auð á meðan. Margir hyggjast því e.t.v. gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa, sem sjá sér gjarnan leik á borði þegar heimili standa mannlaus yfir hátíðar, og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim málum. Þá er líklegt að innbrot séu landsmönnum sérstaklega ofarlega í huga þessi misserin en töluvert hefur verið fjallað um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Fimm sitja enn þá í gæsluvarðhaldi vegna málsins en á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af um 50 í febrúar. Þá er verðmæti stolinna muna talið hlaupa á milljónum.Gott að láta fjölskylduna vita þegar haldið er í ferðalag Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að margt sé hægt að gera til að verja heimili ágangi innbrotsþjófa. „Maður veit aldrei með þessa þjófa, hverju þeir taka upp á, og kannski sérstaklega núna þegar margir frídagar eru framundan og margir á leið erlendis og í bústað.“ Skúli segir að mikilvægt sé að loka öllu tryggilega, dyrum og gluggum, þegar haldið er í ferðalag en innbrotsþjófar virðast margir hafa smeygt sér í gegnum glugga við iðju sína. Þá geti einnig komið sér mjög vel að láta aðra vita ef ferðalag er á dagskrá, sem furðumargir hafa ekki tileinkað sér, að sögn Skúla.Sjá einnig: Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár „Þetta snýst um það, eins og við höfum verið að tala um undanfarið, hvernig þú skilur við heimili þitt. Að sjálfsögðu er gott að loka öllu vel og láta nágranna vita af ferðalaginu. Og svo ef eitthvað kemur upp á að þá séu mamma, pabbi eða systkini með lykil,“ segir Skúli. „Við sáum það í einu innbrotinu að fólkið kom heim eftir tvær vikur og þá var enginn búinn að líta eftir húsinu. Ef maður er með ágætt bakland þá er lykilatriði að láta líta eftir húsinu sínu, þó það væri ekki nema ef ofn fer að leka.“ Mikilvægt að vita hvað maður á Skúli leggur einnig ríka áherslu á að fá nágranna í lið með sér. Hægt sé að fá þá til að henda rusli í ruslatunnur svo þær séu ekki grunsamlega tómar, leggja bílum sínum öðru hvoru í stæðið sem stendur autt í fjarveru húsráðanda og ýta dagblöðunum alveg inn um lúguna. Þá hafi einfaldar myndavélar, sem fólk hefur sett upp heima hjá sér, oft komið að góðum notum við rannsókn á innbrotum. Auk þess sé gott að reyna að hafa verðmæti ekki sýnileg og vera með stöðuna á innbúinu á hreinu ef eiga þarf við tryggingafélög í kjölfar innbrots. „Það er líka mikilvægt að vita hvað maður á. Við erum flest tryggð en síðan þegar maður verður fyrir einhverju þá hefur ekki farið fram mat á eignum í mörg ár, en búið að versla ýmislegt síðan,“ segir Skúli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent