Örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu við Leifsstöð Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. mars 2018 12:30 Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag líkt og kom fram á Vísi í morgun. Eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. Leiðir landsmanna liggja til allra átta um páskahátíðina og virðist sem fjölmargir hyggi á afslöppun á erlendri grund. Hins vegar er mikilvægt að huga vel að skipulagi ferðarinnar, a.m.k. hlutanum frá heimili og að flugvellinum. Þannig segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, ekki sérlega æskilegt að mæta á einkabílnum. „Núna fyrir hádegi voru aðeins örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu. Við gerum eiginlega ráð fyrir því að langtímabílastæðin verði orðin yfirfull seinna í dag,“ segir Guðjón. Við Leifsstöð eru um 2 þúsund langtímastæði. Guðjón bendir á að sambærileg staða hafi komið upp í fyrra, þar sem stæðin urðu yfirfull – og mikið kapp því verið lagt á að hvetja fólk til að nýta sér aðra samgöngukosti. „Þess vegna bentum við á nýja bókunarsvæðið á vef ISAVIA þar sem hægt er að bóka stæði fyrirfram og fólk hefur verið að nýta sér það. Við hvöttum fólk til að tryggja sér þannig stæði og þannig á betri kjörum en við hliðið,“ segir Guðjón. Á vef Túrista.is er bent á að yfir 60 þúsund Íslendingar hafi farið ytra í páskamánuðinum í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða um 20 þúsund fleiri en árið áður. Þá er því velt upp hvort metið gæti fallið í ár. Guðjón segir það ekki útilokað. „Fólk finnur fyrir því að töluverður fjöldi er að fara, svipað og var að gerast í fyrra. Við bíðum bara eftir að sjá tölurnar fyrir þetta tímabil og sjáum þá hvort metið síðan í fyrra sé fallið,“ segir Guðjón að lokum. Samgöngur Tengdar fréttir Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag líkt og kom fram á Vísi í morgun. Eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. Leiðir landsmanna liggja til allra átta um páskahátíðina og virðist sem fjölmargir hyggi á afslöppun á erlendri grund. Hins vegar er mikilvægt að huga vel að skipulagi ferðarinnar, a.m.k. hlutanum frá heimili og að flugvellinum. Þannig segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, ekki sérlega æskilegt að mæta á einkabílnum. „Núna fyrir hádegi voru aðeins örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu. Við gerum eiginlega ráð fyrir því að langtímabílastæðin verði orðin yfirfull seinna í dag,“ segir Guðjón. Við Leifsstöð eru um 2 þúsund langtímastæði. Guðjón bendir á að sambærileg staða hafi komið upp í fyrra, þar sem stæðin urðu yfirfull – og mikið kapp því verið lagt á að hvetja fólk til að nýta sér aðra samgöngukosti. „Þess vegna bentum við á nýja bókunarsvæðið á vef ISAVIA þar sem hægt er að bóka stæði fyrirfram og fólk hefur verið að nýta sér það. Við hvöttum fólk til að tryggja sér þannig stæði og þannig á betri kjörum en við hliðið,“ segir Guðjón. Á vef Túrista.is er bent á að yfir 60 þúsund Íslendingar hafi farið ytra í páskamánuðinum í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða um 20 þúsund fleiri en árið áður. Þá er því velt upp hvort metið gæti fallið í ár. Guðjón segir það ekki útilokað. „Fólk finnur fyrir því að töluverður fjöldi er að fara, svipað og var að gerast í fyrra. Við bíðum bara eftir að sjá tölurnar fyrir þetta tímabil og sjáum þá hvort metið síðan í fyrra sé fallið,“ segir Guðjón að lokum.
Samgöngur Tengdar fréttir Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32