Páll gefur laun fyrir nýjan útvarpsþátt til Hugarafls Sylvía Hall skrifar 29. mars 2018 13:16 Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100. Vísir/GVA/Anton Brink Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn. Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn.
Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira