Meðvirkni og ótti við breytingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 16:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni að ástæðurnar fyrir því að flokkurinn færi ekki með himinskautum frá fyrsta degi séu meðvirkni og ótti við breytingar. „En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur, alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi, styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið tvíþætt. Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm hins vestræna heims – meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í mannlegu eðli – ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega hvað þú færð.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín, sem í ræðu sinni, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu á öðrum degi Landsþings Viðreisnar sem fer fram um helgina í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.Krónan fín ef þú átt hanaÞorgerður Katrín sagði að íslenska krónan væri stærsta áskorunin sem blasir við þjóðinni. „Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull,“ segir formaður Viðreisnar. Krónan hafi valdið meiri efnahagslegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem séu bundnir innan þess. „Óstöðugleiki hennar bitnar á víxl á launafólki og atvinnufyrirtækjum. Hann veldur því að vöxturinn í þjóðarbúskapnum er í láglaunastörfum fremur en hærra launuðum störfum á sviði tækniþekkingar og nýsköpunar,“ segir Þorgerður Katrín sem segir aðild að evrópska myntbandalaginu hljóta, við aðstæður sem þessar, að vera brennandi spurning. Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á stefnuræðu formanns Viðreisnar í heild. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni að ástæðurnar fyrir því að flokkurinn færi ekki með himinskautum frá fyrsta degi séu meðvirkni og ótti við breytingar. „En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur, alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi, styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið tvíþætt. Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm hins vestræna heims – meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í mannlegu eðli – ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega hvað þú færð.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín, sem í ræðu sinni, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu á öðrum degi Landsþings Viðreisnar sem fer fram um helgina í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.Krónan fín ef þú átt hanaÞorgerður Katrín sagði að íslenska krónan væri stærsta áskorunin sem blasir við þjóðinni. „Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull,“ segir formaður Viðreisnar. Krónan hafi valdið meiri efnahagslegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem séu bundnir innan þess. „Óstöðugleiki hennar bitnar á víxl á launafólki og atvinnufyrirtækjum. Hann veldur því að vöxturinn í þjóðarbúskapnum er í láglaunastörfum fremur en hærra launuðum störfum á sviði tækniþekkingar og nýsköpunar,“ segir Þorgerður Katrín sem segir aðild að evrópska myntbandalaginu hljóta, við aðstæður sem þessar, að vera brennandi spurning. Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á stefnuræðu formanns Viðreisnar í heild.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira