Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 23:30 Stjórnarhermenn í Austur-Ghouta. Vísir/AFP Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“. Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn hefur einangrað borgina Douma frá öðrum hlutum Austur-Ghouta, sem er á valdi uppreisnarmanna. The Guardian greinir frá. Svæðinu hefur þar með verið skipt í þrennt en stjórnarherinn hefur einnig umkringt bæinn Harasta sem er í grennd við Douma. Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta svæðinu í Sýrlandi frá því að sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á svæðið fyrir tæpum þremur vikum. Þeirra á meðal eru 215 börn. Austur-Ghouta er byggðarlag umhverfis Damaskus en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 400 þúsund manns búi á svæðinu.Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.Vísir/AFPRússar tilkynntu að stjórnarherinn hyggðist gera daglegt fimm klukkustunda hlé á árásunum á Austur-Ghouta skömmu eftir að loftárásir Sýrlandshers hófust. Markmið vopnahléanna var að gefa almennum borgurum tækifæri til þess að flýja og að greiða götu hjálparsamtaka inn á svæðið. Þessar fyrirskipanir Rússa hafa ekki verið virtar en greint hefur verið frá því að sprengjur hafi haldið áfram að falla meðan á vopnahlé átti að standa. Stjórnarherinn hefur sömuleiðis algjörlega hundsað þrjátíu daga vopnahlé sem samþykkt var einróma á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 24. febrúar. Þá hefur illa gengið fyrir hjálparsamtök að koma neyðargögnum á svæðið vegna þess að vopnahlé hafa verið virt að vettugi og því hefur takmörkuð hjálp borist þeim sem innlyksa eru á svæðinu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti vill hins vegar meina að uppreisnarmenn hindri með virkum hætti flóttaleiðir almennings og varaði við „lygum í fréttaflutningi“ af árásunum í yfirlýsingu í sýrlenska sjónvarpinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásirnar en aðalritari þeirra, Antonio Guterres, fullyrti að svæðið væri sem „helvíti á jörðu“.
Sýrland Tengdar fréttir Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28 Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Frekari neyðarsendingum til Ghouta frestað Rauði krossins vísar til síbreytilegra aðstæðna á vettvangi og harðnandi átaka. 8. mars 2018 10:28
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær. 8. mars 2018 06:00