„Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 22:47 Bílalest myndaðist vegna slyssins í dag. mynd: Jóna Fanney Friðriksdóttir Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33
Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29