Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 08:34 Það voru embættismenn frá Suður-Kóreu sem komu þeim skilaboðum til Trump að Kim Jong-un vildi funda með honum. vísir/getty Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Talsmaður suður-kóreskra yfirvalda segir að ekkert opinbert svar hafi borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins en kveðst telja að yfirvöld þar í landi vilji nálgast málið af varfærni og taka sér tíma til þess að ákveða næstu skref. Það kom flestum í opna skjöldu þegar fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Trump hefði samþykkt boð Kim Jong-un um leiðtogafund. Boðið barst til Trump frá Kim í gegnum embættismenn frá Suður-Kóreu sem segja leiðtoga Norður-Kóreu reiðubúinn til að losa sig við kjarnavopn sín. Sérfræðingar eru þó fullir efasemda varðandi það hvað gæti komið út úr slíkum viðræðum þar sem afar flókin málefni eru undir. Ef að fundinum verður yrði hann sögulegur þar sem leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa aldrei hist. Ýmislegt er hins vegar enn óljóst varðandi fundinn, til að mynda hvar hann gæti farið fram og nákvæmlega hvenær þó gefið hafi verið upp að stefnt sé að því að halda hann fyrir lok maí. Norður-Kórea Tengdar fréttir Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00 Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Talsmaður suður-kóreskra yfirvalda segir að ekkert opinbert svar hafi borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins en kveðst telja að yfirvöld þar í landi vilji nálgast málið af varfærni og taka sér tíma til þess að ákveða næstu skref. Það kom flestum í opna skjöldu þegar fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Trump hefði samþykkt boð Kim Jong-un um leiðtogafund. Boðið barst til Trump frá Kim í gegnum embættismenn frá Suður-Kóreu sem segja leiðtoga Norður-Kóreu reiðubúinn til að losa sig við kjarnavopn sín. Sérfræðingar eru þó fullir efasemda varðandi það hvað gæti komið út úr slíkum viðræðum þar sem afar flókin málefni eru undir. Ef að fundinum verður yrði hann sögulegur þar sem leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa aldrei hist. Ýmislegt er hins vegar enn óljóst varðandi fundinn, til að mynda hvar hann gæti farið fram og nákvæmlega hvenær þó gefið hafi verið upp að stefnt sé að því að halda hann fyrir lok maí.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00 Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira
Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20