Arnar: Við bætum leikmenn og þjálfara með því að spila í Evrópukeppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 19:15 Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira