Tyrkir segjast hafa umkringt Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 10:02 Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Vísir/AFP Tyrkneski herinn og bandamenn þeirra hafa umkringt borgina Afrin í Afrin-héraði í Sýrlandi, að eigin sögn. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi fangað mikilvæg svæði í kringum borgina. Kúrdar segja það ekki rétt að hún sé umkringd en verið sé að gera stórskotaliðsárásir á alla vegi til og frá henni. Hundruð borgara hafa flúið Afrin og inn á yfirráðasvæði stjórnarhers Bashar al-Assad en Kúrdar hafa veitt Assad-liðum stjórn á fjölda þorpa suður af Afrin. Um 350 þúsund manns búa í borginni. Afrin-hérað er við landamæri Tyrklands en héraðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Þá hafa Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara og sömuleiðis hafa uppreisnarmenn þeirra meðal annars verið sakaðir um aftökur borgara og þjófnað. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera tengda Verkamannaflokki Kúrda, PKK, í Tyrklandi og vera hryðjuverkasamtök. YPG neita því að tengjast PKK með beinum hætti og Bandaríkin, sem hafa stutt Kúrda gegn Íslamska ríkinu, taka undir það. Herinn segist hafa fellt og handsamað 3.393 „hryðjuverkamenn“ frá því að aðgerðir þeirra í Afrin hófust, samkvæmt frétt BBC. Kúrdíski Rauði hálfmáninn, hjálparsamtök, segja rúmlega 230 almenna borgara hafa fallið og þar á meðal 35 börn. 688 munu hafa særst. Tyrkir neita hins vegar að hafa gert árásir á almenna borgara og innviði. Undanfarna daga hefur sókn Tyrkja náð miklum hraða og hafa þeir nálgast borgina Afrin hratt. Talið er að þeir stjórni um 60 prósentum af héraðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram að borgin væri umkringd í síðustu viku og jafnvel að hermenn Tyrklands væru að nálgast miðbæ borgarinnar. Það reyndist þó ekki vera rétt hjá forsetanum. Kúrdar hafa ítrekað hótað því að láta ekki staðar numið í Afrin og að ráðast næst á bæinn Manbij, sem Kúrdar og bandamenn þeirra frelsuðu frá Íslamska ríkinu. Eftir að Kúrdar tóku Manbij árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu tengt yfirráðasvæði sín í austurhluta Sýrlands við Afrin-hérað. Af ótta við að Tyrkir réðust á Kúrda sendu Bandaríkin hermenn til Manbij. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, hafa hótað því að ráðast á þessa hermenn og reglulega hefur verið skotið á þá. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49 Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Tyrkneski herinn og bandamenn þeirra hafa umkringt borgina Afrin í Afrin-héraði í Sýrlandi, að eigin sögn. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi fangað mikilvæg svæði í kringum borgina. Kúrdar segja það ekki rétt að hún sé umkringd en verið sé að gera stórskotaliðsárásir á alla vegi til og frá henni. Hundruð borgara hafa flúið Afrin og inn á yfirráðasvæði stjórnarhers Bashar al-Assad en Kúrdar hafa veitt Assad-liðum stjórn á fjölda þorpa suður af Afrin. Um 350 þúsund manns búa í borginni. Afrin-hérað er við landamæri Tyrklands en héraðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Þá hafa Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara og sömuleiðis hafa uppreisnarmenn þeirra meðal annars verið sakaðir um aftökur borgara og þjófnað. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera tengda Verkamannaflokki Kúrda, PKK, í Tyrklandi og vera hryðjuverkasamtök. YPG neita því að tengjast PKK með beinum hætti og Bandaríkin, sem hafa stutt Kúrda gegn Íslamska ríkinu, taka undir það. Herinn segist hafa fellt og handsamað 3.393 „hryðjuverkamenn“ frá því að aðgerðir þeirra í Afrin hófust, samkvæmt frétt BBC. Kúrdíski Rauði hálfmáninn, hjálparsamtök, segja rúmlega 230 almenna borgara hafa fallið og þar á meðal 35 börn. 688 munu hafa særst. Tyrkir neita hins vegar að hafa gert árásir á almenna borgara og innviði. Undanfarna daga hefur sókn Tyrkja náð miklum hraða og hafa þeir nálgast borgina Afrin hratt. Talið er að þeir stjórni um 60 prósentum af héraðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram að borgin væri umkringd í síðustu viku og jafnvel að hermenn Tyrklands væru að nálgast miðbæ borgarinnar. Það reyndist þó ekki vera rétt hjá forsetanum. Kúrdar hafa ítrekað hótað því að láta ekki staðar numið í Afrin og að ráðast næst á bæinn Manbij, sem Kúrdar og bandamenn þeirra frelsuðu frá Íslamska ríkinu. Eftir að Kúrdar tóku Manbij árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu tengt yfirráðasvæði sín í austurhluta Sýrlands við Afrin-hérað. Af ótta við að Tyrkir réðust á Kúrda sendu Bandaríkin hermenn til Manbij. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, hafa hótað því að ráðast á þessa hermenn og reglulega hefur verið skotið á þá.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49 Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49
Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45
Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30