Sakar embættismenn Trump-stjórnarinnar um lygar um rassíur gegn innflytjendum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:01 Rassíur gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hafa færst í aukana eftir að Donald Trump tók við embætti forseta. Vísir/AFP Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira