Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 16:00 Trump ræddi við fréttamenn um brottrekstur Tillerson fyrir utan Hvíta húsið í dag. Sagði hann að Tillerson yrði mun ánægðari núna. Vísir/AFP Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50