Fyrrverandi vaktstjóri á Subway fær vangoldin laun en annað ekki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Konan starfaði á Subway í Vestmannaeyjum. Vísir Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00