Segir Garðabæ láta hús grotna viljandi niður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Hraunhólar 4 og 4a. Á meðan Hilde Hundstuen hefur haldið sinni eign við hefur samliggjandi eign í eigu Garðabæjar drabbast niður Vísir/Eyþór „Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
„Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00