Segir Garðabæ láta hús grotna viljandi niður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Hraunhólar 4 og 4a. Á meðan Hilde Hundstuen hefur haldið sinni eign við hefur samliggjandi eign í eigu Garðabæjar drabbast niður Vísir/Eyþór „Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00