Enginn Guðjón Valur í fyrsta landsliðshópi Guðmundar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2018 14:00 Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki með. Vísir/Ernir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018. Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu. Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla. Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur. Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum. Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.Hópurinn:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Haukar Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Viktor Gísli Hallgrímsson, FramVinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Gústafsson, KoldingLeikstjórnendur: Haukur Þrastarson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, KristianstadHægri skyttur: Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg Ómar Ingi Magnúson, AarhusHægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Theodór Sigurbjörnsson, ÍBVLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Alexander Örn Júlíusson, Valur Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018. Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu. Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla. Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur. Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum. Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.Hópurinn:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Haukar Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Viktor Gísli Hallgrímsson, FramVinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Gústafsson, KoldingLeikstjórnendur: Haukur Þrastarson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, KristianstadHægri skyttur: Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg Ómar Ingi Magnúson, AarhusHægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Theodór Sigurbjörnsson, ÍBVLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Alexander Örn Júlíusson, Valur
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00