Margt mælir með Íslandi sem fundarstað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson. Ef leitað yrði til íslenskra stjórnvalda um að hýsa mögulegan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu yrði beiðninni vel tekið að sögn utanríkisráðherra. Hann segir margt mæla með Íslandi sem fundarstað. Engin beiðni um slíkt hefur þó borist. „Við Íslendingar höfum alltaf gert það sem við getum til þess að koma á friði og hjálpa til við að leita lausna og það eru nokkur dæmi um leiðtogafundi á Íslandi eins og við þekkjum, þó að það sé orðið langt síðan," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Guðlaugur vísar þá helst til leiðtogafundarins í Höfða árið 1986 milli Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíl Gorbatsjev leiðtoga Sovétríkjanna, en hann var einungis ákveðinn með tíu daga fyrirvara.Líkt og greint var frá í síðustu viku á Donald Trump Bandaríkjaforseti að hafa samþykkt fund með Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu en talið er að fundurinn yrði í maí. Guðlaugur segist fagna mögulegri þýðu í samskiptum ríkjanna. „En þetta er allt mikilli óvissu háð og það er ekkert fastsett ennþá en við skulum vona það besta," segir Guðlaugur. Engu hefur verið slegið föstu með fundarstað en nokkrir staðir hafa þó verið nefndir í fjölmiðlum, líkt og Svíþjóð þar sem Svíar hafa um árabil haldið úti sendiráði í Pyongyang. Þá hafa Sviss og Kína einnig verið í umræðunni. Guðlaugur segir það ekki venju að ríki falist eftir því að halda slíka fundi en að beiðni um slíkt yrði tekið vel. „Það er margt sem mælir með Íslandi sem fundarstað og það er væntanlega ástæðan fyrir því að menn hafa haldið hér fundi áður. Og svo sannarlega höfum við haldið hér stóra fundi og ráðstefnur og það hefur gengið einstaklega vel," segir Guðlaugur. „Stefna okkar er alltaf hin sama; ef við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa til við að leita friðsamlegra lausna og hjálpa til við að finna lausn á deilumálum, að þá gerum við það að sjálfsögðu," segir Guðlaugur. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Ef leitað yrði til íslenskra stjórnvalda um að hýsa mögulegan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu yrði beiðninni vel tekið að sögn utanríkisráðherra. Hann segir margt mæla með Íslandi sem fundarstað. Engin beiðni um slíkt hefur þó borist. „Við Íslendingar höfum alltaf gert það sem við getum til þess að koma á friði og hjálpa til við að leita lausna og það eru nokkur dæmi um leiðtogafundi á Íslandi eins og við þekkjum, þó að það sé orðið langt síðan," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Guðlaugur vísar þá helst til leiðtogafundarins í Höfða árið 1986 milli Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíl Gorbatsjev leiðtoga Sovétríkjanna, en hann var einungis ákveðinn með tíu daga fyrirvara.Líkt og greint var frá í síðustu viku á Donald Trump Bandaríkjaforseti að hafa samþykkt fund með Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu en talið er að fundurinn yrði í maí. Guðlaugur segist fagna mögulegri þýðu í samskiptum ríkjanna. „En þetta er allt mikilli óvissu háð og það er ekkert fastsett ennþá en við skulum vona það besta," segir Guðlaugur. Engu hefur verið slegið föstu með fundarstað en nokkrir staðir hafa þó verið nefndir í fjölmiðlum, líkt og Svíþjóð þar sem Svíar hafa um árabil haldið úti sendiráði í Pyongyang. Þá hafa Sviss og Kína einnig verið í umræðunni. Guðlaugur segir það ekki venju að ríki falist eftir því að halda slíka fundi en að beiðni um slíkt yrði tekið vel. „Það er margt sem mælir með Íslandi sem fundarstað og það er væntanlega ástæðan fyrir því að menn hafa haldið hér fundi áður. Og svo sannarlega höfum við haldið hér stóra fundi og ráðstefnur og það hefur gengið einstaklega vel," segir Guðlaugur. „Stefna okkar er alltaf hin sama; ef við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa til við að leita friðsamlegra lausna og hjálpa til við að finna lausn á deilumálum, að þá gerum við það að sjálfsögðu," segir Guðlaugur.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira