Segir Íslendinga geta látið að sér kveða í geimnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 22:00 Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, í HR í dag. Vísir/Rakel Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13. Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13.
Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35
Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00
Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30