Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 12:57 Geimfari á vegum ESA úti í geim. Vísir/Getty Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Þó verður farið í nánari skoðun á sskuldbindingum samfara aðild áður en sótt verður um. Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, lagði þingsályktunartillöguna fram í sumar en Utanríkismálanefnd samþykkti í gær ályktun um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnunni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild og var ályktunin einnig samþykkt á þingi í dag. Í nefndaráliti Utanríkismálanefndar segir að nefndin telji að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi. Í umsögn dr. Kára Helgasonar og dr. Jóns Emils Guðmundssonar um þingsályktunartillöguna kemur fram að framlag Íslands yrði mun lægra í umsóknarferlinu, eða fyrstu fimm til tíu árin, og fullyrt er að Ísland geti gerst aðili að Geimvísindastofnunni með hófstilltum framlögum fyrst um sinn og 80–200 milljónir á ári seinna meir ef óskað verður eftir fullri aðild. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli í Reykjavík sendu allir umsögn og töldu allir skólarnir ástæðu til að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrir um áratug var settur á fót starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins til að kanna fýsileika aðildar eða samstarfs Íslands við Geimvísindastofnun en sá starfshópur lauk ekki störfum. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Alþingi Tengdar fréttir Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Þó verður farið í nánari skoðun á sskuldbindingum samfara aðild áður en sótt verður um. Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, lagði þingsályktunartillöguna fram í sumar en Utanríkismálanefnd samþykkti í gær ályktun um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnunni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild og var ályktunin einnig samþykkt á þingi í dag. Í nefndaráliti Utanríkismálanefndar segir að nefndin telji að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi. Í umsögn dr. Kára Helgasonar og dr. Jóns Emils Guðmundssonar um þingsályktunartillöguna kemur fram að framlag Íslands yrði mun lægra í umsóknarferlinu, eða fyrstu fimm til tíu árin, og fullyrt er að Ísland geti gerst aðili að Geimvísindastofnunni með hófstilltum framlögum fyrst um sinn og 80–200 milljónir á ári seinna meir ef óskað verður eftir fullri aðild. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli í Reykjavík sendu allir umsögn og töldu allir skólarnir ástæðu til að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrir um áratug var settur á fót starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins til að kanna fýsileika aðildar eða samstarfs Íslands við Geimvísindastofnun en sá starfshópur lauk ekki störfum. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17