Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:15 Sigurður Ingi tekur við mótmælalistanum. Eyþór Stefánsson Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók við um 2.500 undirskriftum frá íbúum á Austurlandi sem vilja að þriggja kílómetra kafli á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða verði malbikaður í sumar. Um er að ræða Borgarfjarðarveg 94 sem er um 70 kílómetra langur. Af þessari 70 kílómetra leið eru 28 kílómetra langur malarvegur en á þeim spotta er þriggja kílómetra kafli sem verður ansi slæmur þegar umferð eykst á sumrin. Er um að ræða veginn um Njarðvíkurskarð en sveitarfélagið fyrir austan hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir þar í sumar og skoruðu þau Eyþór Stefánsson, kærasta hans Steinunn Káradóttir og bróðir hennar Óttar Már Kárason á Sigurð Inga að ráðast í vegabætur á þeim kafla samhliða þeim framkvæmdum.Íbúar á Borgarfirði eystra tóku sig til og hófu framkvæmdir á veginum í mótmælaskyni í febrúar síðastliðnum.Vísir/TINNA„Hann sagðist taka við þessu með það að markmiði að hægt yrði að ráðast í þann kafla og áframhald seinna. Við leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn eftir þetta og miðað við hvernig hann talar myndi maður halda að það yrði líklegra en hitt að það muni rætast úr þessu,“ segir Eyþór Stefánsson í samtali við Vísi um fundinn. Hann segir Borgfirðinga vana því að heyra af þessum vegi á samgönguáætlun en að honum sé síðar kippt af henni. Eyþór vonast til að það muni breytast eftir þennan fund í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa verið minntan á að þau vonuðu að ef ráðist yrði í vegabætur á þessum þriggja kílómetra kafla í sumar þá þyrftu þau ekki að bíða í annan áratug eftir frekari samgöngubótum. Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók við um 2.500 undirskriftum frá íbúum á Austurlandi sem vilja að þriggja kílómetra kafli á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða verði malbikaður í sumar. Um er að ræða Borgarfjarðarveg 94 sem er um 70 kílómetra langur. Af þessari 70 kílómetra leið eru 28 kílómetra langur malarvegur en á þeim spotta er þriggja kílómetra kafli sem verður ansi slæmur þegar umferð eykst á sumrin. Er um að ræða veginn um Njarðvíkurskarð en sveitarfélagið fyrir austan hefur í hyggju að ráðast í framkvæmdir þar í sumar og skoruðu þau Eyþór Stefánsson, kærasta hans Steinunn Káradóttir og bróðir hennar Óttar Már Kárason á Sigurð Inga að ráðast í vegabætur á þeim kafla samhliða þeim framkvæmdum.Íbúar á Borgarfirði eystra tóku sig til og hófu framkvæmdir á veginum í mótmælaskyni í febrúar síðastliðnum.Vísir/TINNA„Hann sagðist taka við þessu með það að markmiði að hægt yrði að ráðast í þann kafla og áframhald seinna. Við leyfum okkur að vera hóflega bjartsýn eftir þetta og miðað við hvernig hann talar myndi maður halda að það yrði líklegra en hitt að það muni rætast úr þessu,“ segir Eyþór Stefánsson í samtali við Vísi um fundinn. Hann segir Borgfirðinga vana því að heyra af þessum vegi á samgönguáætlun en að honum sé síðar kippt af henni. Eyþór vonast til að það muni breytast eftir þennan fund í dag. Hann segir Sigurð Inga hafa verið minntan á að þau vonuðu að ef ráðist yrði í vegabætur á þessum þriggja kílómetra kafla í sumar þá þyrftu þau ekki að bíða í annan áratug eftir frekari samgöngubótum.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45