Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. mars 2018 17:30 Werdum stóð á stól til að vera hærri en Volkov í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Það hefði verið talsverð meiri spenna fyrir Íslendinga fyrir bardagakvöldið ef Gunnar hefði verið að berjast en því miður tókst ekki að finna andstæðing fyrir hann að þessu sinni. Aðalbardagi kvöldsins er þó spennandi þar sem fyrrum þungavigtarmeistari UFC mætir fyrrum þungavigtarmeistara Bellator. Fabricio Werdum hefur ekki farið leynt með það að hann vill ólmur fá annan séns á þungavigtarbeltinu. Werdum var meistari árið 2015 en tapaði beltinu til ríkjandi meistara, Stipe Miocic. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga og tapað einum og telur sig eiga skilið að fá annan séns á beltinu. Til þess þarf hann að sigra Alexander Volkov sannfærandi í kvöld. Volkov er ekki stórt nafn en hann var þungavigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna árið 2012. Hinn 29 ára Volkov hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en kannski ekki fengið mikla athygli. Með sigri hjá Volkov gætu átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigtinni. Hinn 29 ára Volkov er 11 árum yngri en Werdum og spurning hvort Werdum geti enn haldið í við þá ungu. Werdum hefur verið einn af fimm bestu þungavigtarmönnum heims undanfarin ár en Volkov getur komist í þann hóp með sigri á Werdum. Werdum er þó ekkert á því að hætta og er sannfærður um að hann geti sigrað Stipe Miocic fái hann tækifæri til. Með sigri í kvöld getur Werdum tekið skref í átt að öðrum titilbardaga. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en bein útsending hefst kl. 21:00. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Það hefði verið talsverð meiri spenna fyrir Íslendinga fyrir bardagakvöldið ef Gunnar hefði verið að berjast en því miður tókst ekki að finna andstæðing fyrir hann að þessu sinni. Aðalbardagi kvöldsins er þó spennandi þar sem fyrrum þungavigtarmeistari UFC mætir fyrrum þungavigtarmeistara Bellator. Fabricio Werdum hefur ekki farið leynt með það að hann vill ólmur fá annan séns á þungavigtarbeltinu. Werdum var meistari árið 2015 en tapaði beltinu til ríkjandi meistara, Stipe Miocic. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga og tapað einum og telur sig eiga skilið að fá annan séns á beltinu. Til þess þarf hann að sigra Alexander Volkov sannfærandi í kvöld. Volkov er ekki stórt nafn en hann var þungavigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna árið 2012. Hinn 29 ára Volkov hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en kannski ekki fengið mikla athygli. Með sigri hjá Volkov gætu átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigtinni. Hinn 29 ára Volkov er 11 árum yngri en Werdum og spurning hvort Werdum geti enn haldið í við þá ungu. Werdum hefur verið einn af fimm bestu þungavigtarmönnum heims undanfarin ár en Volkov getur komist í þann hóp með sigri á Werdum. Werdum er þó ekkert á því að hætta og er sannfærður um að hann geti sigrað Stipe Miocic fái hann tækifæri til. Með sigri í kvöld getur Werdum tekið skref í átt að öðrum titilbardaga. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en bein útsending hefst kl. 21:00.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00