Mikilvægur Stjörnusigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. mars 2018 18:24 Rodriguez og Whiteside voru í stuði í dag. Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira