Sættu ofsóknum í heimalandinu og hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2018 19:45 Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ. Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00