Mjólkursamsalan er ekki að fara að loka Búðardal Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2018 10:36 Mjólkursamsalan í Búðardal er stærsta atvinnufyrirtæki Dalabyggðar. vísir/Pjetur „Nei, alls ekki,“ svarar stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar, Egill Sigurðsson, spurningu um hvort til standi að loka starfsstöð fyrirtækisins í Búðardal. Orðrómur þess efnis hefur gengið meðal Dalamanna að undanförnu.Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS.vísir/auðunn„Þetta er sérhæfð ostagerð þar sem Dalaostar eru framleiddir. Þeir eru hvergi framleiddir annarsstaðar á landinu. Það kemur ekki til greina að loka henni. Dalamenn geta verið rólegir með það,“ segir Egill, sem sjálfur er bóndi á Berustöðum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. MS í Búðardal er stærsta atvinnufyrirtæki Dalasýslu. Á heimasíðu Mjólkusamsölunnar segir að MS Búðardal taki á móti mjólk frá bændum í Dalasýslu og á Vestfjörðum. Starfsmenn eru samtals 22. „Ostar eru mikilvægur hluti af menningarsögu Dalanna en fyrsti mygluosturinn á Íslandi var framleiddur í Ólafsdal árið 1915. Mikil hefð hefur skapast fyrir ostagerð og segja má að Dalirnir séu ostahérað Íslands,“ segir á Dalaostar.is. „Þrátt fyrir að vera hvorki stærsta né fjölmennasta hérað landsins hafa Dalirnir skipt miklu máli í sögu Íslands, allt frá landnemum og Sturlungasögu yfir í ostagerð,“ segir ennfremur.Frá Búðardal. Í þessum eina þéttbýliskjarna Dalabyggðar búa 260 manns af 670 íbúum sveitarfélagsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Dalabyggð Tengdar fréttir Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
„Nei, alls ekki,“ svarar stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar, Egill Sigurðsson, spurningu um hvort til standi að loka starfsstöð fyrirtækisins í Búðardal. Orðrómur þess efnis hefur gengið meðal Dalamanna að undanförnu.Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS.vísir/auðunn„Þetta er sérhæfð ostagerð þar sem Dalaostar eru framleiddir. Þeir eru hvergi framleiddir annarsstaðar á landinu. Það kemur ekki til greina að loka henni. Dalamenn geta verið rólegir með það,“ segir Egill, sem sjálfur er bóndi á Berustöðum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. MS í Búðardal er stærsta atvinnufyrirtæki Dalasýslu. Á heimasíðu Mjólkusamsölunnar segir að MS Búðardal taki á móti mjólk frá bændum í Dalasýslu og á Vestfjörðum. Starfsmenn eru samtals 22. „Ostar eru mikilvægur hluti af menningarsögu Dalanna en fyrsti mygluosturinn á Íslandi var framleiddur í Ólafsdal árið 1915. Mikil hefð hefur skapast fyrir ostagerð og segja má að Dalirnir séu ostahérað Íslands,“ segir á Dalaostar.is. „Þrátt fyrir að vera hvorki stærsta né fjölmennasta hérað landsins hafa Dalirnir skipt miklu máli í sögu Íslands, allt frá landnemum og Sturlungasögu yfir í ostagerð,“ segir ennfremur.Frá Búðardal. Í þessum eina þéttbýliskjarna Dalabyggðar búa 260 manns af 670 íbúum sveitarfélagsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Dalabyggð Tengdar fréttir Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Spáð er að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. 4. nóvember 2017 14:27
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent