„Í samráið við ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrinan hófst um miðjan febrúar en undanfarna sólarhringa hefur töluvert dregið úr jarðskjálftum á svæðinu,“ segir í tilkynningu.
Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til.
Tíðir jarðskjálftar í Grímsey hafa ratað í fjölmiðla undanfarnar vikur en þar hafði jörð nötrað nokkuð reglulega síðan í janúar. Þúsundir skjálfta hafa mælst í eynni það sem af er ári.