Maðurinn sem lést í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi hét Ingi Már Aldan Grétarsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Hann var til heimilis að Klapparhlíð 5 í Mosfellsbæ og var fæddur 11. júní 1954.
Ingi Már lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn.