Hagfræðidoktor meðal verkamanna á Húsavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2018 06:00 Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur enn ekki verið gangsett. „Við erum að vona að þetta verði um miðjan mars. Þessi síðustu handtök hafa bara tekið tíma,“ segir Hafþór Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, aðspurður um gangsetningu verksmiðjunnar. Yfir 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá PCC. Helmingur þeirra var ráðinn úr Norðurþingi og nærsveitum; um 35 prósent annars staðar að af landinu en um 15 pró- sent frá útlöndum. „Allir iðnaðarmennirnir okkar eru ráðnir frá Póllandi. Það fást ekki iðnaðarmenn á landinu,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir að allt starfsliðið sem ráðið var beint að utan komi frá Póllandi er starfslið PCC á Bakka af 15 þjóðernum. „Málfræðingurinn okkar er frá Kasakstan og er doktor,“ segir Hafsteinn og lætur þess getið að innkaupastjórinn sé frá Finnlandi og annar tveggja bókara frá Lettlandi. Þá sé fyrirtækið með starfsmenn frá Portúgal, Noregi, Finnlandi, Filippseyjum og fleiri löndum. Menntunarstigið hjá fyrirtækinu er einnig fjölbreytt.Enginn sérsamningur Um þrjátíu manns eru með háskólagráðu og 18 með iðnmenntun og þrátt fyrir að rúmlega helmingur starfsmanna sé framleiðslustarfsmenn, það er almennir verkamenn, er menntunarstig þeirra fjölbreytt einnig. „Í verkamannahópnum hjá okkur er einn doktor í hagfræði. Hann er frá Brasilíu,“ segir Hafsteinn og bætir því við að í verkamannahópnum sé einnig hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum og einn starfsmannanna sé með meistarapróf í enskum bókmenntum og annar með meistarapróf í efnafræði. Verkafólki hjá PCC verða greidd laun eftir kjarasamningi Framsýnar. „Við erum ekki með neinn sérsamning við Framsýn, heldur förum eftir grunnsamningi þeirra,“ segir Laufey Sigurðardóttir, starfsmannastjóri PCC á Bakka.Framsýn leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið geri sérstakan samning við verkalýðsfélagið enda um mjög sérhæfð störf að ræða. „Viðræður þess efnis eru í gangi um þessar mundir og óvíst er um niðurstöðuna úr þeim viðræðum. Aðilar funduðu síðast í síðustu viku,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Skortur á húsnæði hefur verið á Húsavík og nýir starfsmenn PCC hafa ekki farið varhluta af því. „Við erum búin að afhenda 5 af 22 íbúðum sem eru í byggingu hjá PCC Seeview Residence og það er biðlisti þar,“ segir Laufey. Aðspurð segir Laufey að hluti starfsfólksins sé í húsnæðisvanda en PCC hafi hlaupið undir bagga og tekið á leigu skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í vandræðum. „Það er auðveldara á þessum árstíma þegar Airbnb-útleiga er ekki í fullum gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur enn ekki verið gangsett. „Við erum að vona að þetta verði um miðjan mars. Þessi síðustu handtök hafa bara tekið tíma,“ segir Hafþór Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, aðspurður um gangsetningu verksmiðjunnar. Yfir 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá PCC. Helmingur þeirra var ráðinn úr Norðurþingi og nærsveitum; um 35 prósent annars staðar að af landinu en um 15 pró- sent frá útlöndum. „Allir iðnaðarmennirnir okkar eru ráðnir frá Póllandi. Það fást ekki iðnaðarmenn á landinu,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir að allt starfsliðið sem ráðið var beint að utan komi frá Póllandi er starfslið PCC á Bakka af 15 þjóðernum. „Málfræðingurinn okkar er frá Kasakstan og er doktor,“ segir Hafsteinn og lætur þess getið að innkaupastjórinn sé frá Finnlandi og annar tveggja bókara frá Lettlandi. Þá sé fyrirtækið með starfsmenn frá Portúgal, Noregi, Finnlandi, Filippseyjum og fleiri löndum. Menntunarstigið hjá fyrirtækinu er einnig fjölbreytt.Enginn sérsamningur Um þrjátíu manns eru með háskólagráðu og 18 með iðnmenntun og þrátt fyrir að rúmlega helmingur starfsmanna sé framleiðslustarfsmenn, það er almennir verkamenn, er menntunarstig þeirra fjölbreytt einnig. „Í verkamannahópnum hjá okkur er einn doktor í hagfræði. Hann er frá Brasilíu,“ segir Hafsteinn og bætir því við að í verkamannahópnum sé einnig hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum og einn starfsmannanna sé með meistarapróf í enskum bókmenntum og annar með meistarapróf í efnafræði. Verkafólki hjá PCC verða greidd laun eftir kjarasamningi Framsýnar. „Við erum ekki með neinn sérsamning við Framsýn, heldur förum eftir grunnsamningi þeirra,“ segir Laufey Sigurðardóttir, starfsmannastjóri PCC á Bakka.Framsýn leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið geri sérstakan samning við verkalýðsfélagið enda um mjög sérhæfð störf að ræða. „Viðræður þess efnis eru í gangi um þessar mundir og óvíst er um niðurstöðuna úr þeim viðræðum. Aðilar funduðu síðast í síðustu viku,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Skortur á húsnæði hefur verið á Húsavík og nýir starfsmenn PCC hafa ekki farið varhluta af því. „Við erum búin að afhenda 5 af 22 íbúðum sem eru í byggingu hjá PCC Seeview Residence og það er biðlisti þar,“ segir Laufey. Aðspurð segir Laufey að hluti starfsfólksins sé í húsnæðisvanda en PCC hafi hlaupið undir bagga og tekið á leigu skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í vandræðum. „Það er auðveldara á þessum árstíma þegar Airbnb-útleiga er ekki í fullum gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira