Facebook hættir við breytingar eftir harða gagnrýni Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:32 Tvískipta fréttaflæðið sló ekki í gegn. Vísir/Getty Facebook hefur ákveðið að hætta tilraunum með nýja uppsetningu á samfélagsmiðlinum þar sem reynt var að draga úr dreifingu færsla frá fyrirtækjum og fjölmiðlum. Tilraunin var prufukeyrð í sex löndum; Srí Lanka, Gvatemala, Bólivíu, Kambódíu, Serbíu og Slóvakíu. Notendur í ríkjunum sex eru á einu máli. Breytingarnar voru afleitar og til þess eins fallnar að auka dreifingu falsfrétta, lyga og óhróðurs.Í bloggfærslu mannsins sem sér um fréttaflæðið á Facebook, „news-feedið“ svokallaða, segir að ákveðið hafi verið að kýla á breytingarnar eftir að notendur tjáðu fyrirtækinu að þá langaði helst að sjá færslur frá vinum og ættingum - ekki ópersónulegum stórfyrirtækjum.Sjá einnig: Stórvægilegar breytingar á Facebook í vændumÞví var tekin ákvörðum í október síðastliðnum um að hefja tilraunir í fyrrnefndu löndunum sex þar sem fréttaflæðinu var skipt í tvennt. Annars vegar var um hefbundið flæði að ræða, þar sem fólk sá færslur frá vinum sínum, en hið nýja flæði sýndi opnar færslur frá ókunnugum. Notendur voru æfir, ekki síst fjölmiðlamenn í löndunum sex sem sögðu að breytingarnar hefðu skaðlegri áhrif á fjölmiðlun en sjálfar fölsku fréttirnar sem þó fengu aukna dreifingu í nýja fyrirkomulaginu. Facebook hefur því ákveðið að hætta með flæðin tvö, ekki síst vegna þess að notendur tjáðu fyrirtækinu að þau hefðu ekki aukið samskipti þeirra við vini og ættingja. Hins vegar ætli samfélagsmiðillinn að halda breytingunum sem gerðar voru á Facebook í janúar síðastliðnum til streitu.Þær breytingar drógu jafnframt úr dreifingu færsla frá fyrirtækjum og fjölmiðlum - þó ekki jafn harkalega og flæðin tvö sem Íslendingar fá líklega ekki að kynnast í bráð. Facebook Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 „Stórvægilegar“ breytingar á Facebook í vændum Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum 12. janúar 2018 06:32 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook hefur ákveðið að hætta tilraunum með nýja uppsetningu á samfélagsmiðlinum þar sem reynt var að draga úr dreifingu færsla frá fyrirtækjum og fjölmiðlum. Tilraunin var prufukeyrð í sex löndum; Srí Lanka, Gvatemala, Bólivíu, Kambódíu, Serbíu og Slóvakíu. Notendur í ríkjunum sex eru á einu máli. Breytingarnar voru afleitar og til þess eins fallnar að auka dreifingu falsfrétta, lyga og óhróðurs.Í bloggfærslu mannsins sem sér um fréttaflæðið á Facebook, „news-feedið“ svokallaða, segir að ákveðið hafi verið að kýla á breytingarnar eftir að notendur tjáðu fyrirtækinu að þá langaði helst að sjá færslur frá vinum og ættingum - ekki ópersónulegum stórfyrirtækjum.Sjá einnig: Stórvægilegar breytingar á Facebook í vændumÞví var tekin ákvörðum í október síðastliðnum um að hefja tilraunir í fyrrnefndu löndunum sex þar sem fréttaflæðinu var skipt í tvennt. Annars vegar var um hefbundið flæði að ræða, þar sem fólk sá færslur frá vinum sínum, en hið nýja flæði sýndi opnar færslur frá ókunnugum. Notendur voru æfir, ekki síst fjölmiðlamenn í löndunum sex sem sögðu að breytingarnar hefðu skaðlegri áhrif á fjölmiðlun en sjálfar fölsku fréttirnar sem þó fengu aukna dreifingu í nýja fyrirkomulaginu. Facebook hefur því ákveðið að hætta með flæðin tvö, ekki síst vegna þess að notendur tjáðu fyrirtækinu að þau hefðu ekki aukið samskipti þeirra við vini og ættingja. Hins vegar ætli samfélagsmiðillinn að halda breytingunum sem gerðar voru á Facebook í janúar síðastliðnum til streitu.Þær breytingar drógu jafnframt úr dreifingu færsla frá fyrirtækjum og fjölmiðlum - þó ekki jafn harkalega og flæðin tvö sem Íslendingar fá líklega ekki að kynnast í bráð.
Facebook Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 „Stórvægilegar“ breytingar á Facebook í vændum Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum 12. janúar 2018 06:32 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52
„Stórvægilegar“ breytingar á Facebook í vændum Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum 12. janúar 2018 06:32