Reykingar hvergi minni en á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 10:17 Veipurnar eru að ryðja tóbakinu í burtu. Sígarettusala hefur hrunið um fimmtíu prósent frá árinu 2008. Samantekið þá er það svo að árið 2014 reyktu 35.000 manns eða 14 prósent landsmanna. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Þetta er fækkun í röðum reykingarmanna um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma.Að verulegu leyti veipunni að þakka Þetta les Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir út úr nýútkomnum talnabrunni Landlæknisembættisins. Hann segir engan vafa á leika að þetta megi einkum þakka tilkomu rafrettunnar eða veipunnar, eins og hann kýs að kalla raftækið sem framleiðir gufu með nikótíni og margir hafa fengið sér í stað sígarettunnar. Guðmundur Karl hefur látið mjög til sín taka í umræðunni um veipuna og telur yfirvöld vilja mála yfir þá staðreynd að henni megi þakka að verulegu leyti það að nú eru reykingar minni á Íslandi en þekkist í hinum vestræna heimi.Guðmundur Karl læknir talar um kraftaverk. Reykingar eru nánast að hverfa á Íslandi og hann þakkar það ekki síst aukinni notkun veipa.visir/anton brink„Kraftaverk. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir vissulega erfitt að staðhæfa um orsakasamhengi en þetta fari ekki á milli mála.Sala á tóbaki hrunið frá árinu 2008 „Ég kallaði eftir sölutölum tóbaks frá ÁTVR. Sígarettusala hefur hrunið um 50 prósent frá 2008 til vorra tíma. Algjör snilld,“ segir Guðmundur Karl. Í þeim tölum kemur einnig fram að sala á snusi hefur aukist til samræmis við það. „Reykingarnar eru hríðfallandi eins og við höfum aldrei áður séð séð. Stærstu orsakavaldarnir eru munntóbakið og veipurnar sem eru klárlega að hreinsa reykingarnar í burtu.“Eins og glögglega má sjá hefur sala á sígarettum hrunið á Íslandi.Fleiri veipa færri reykja Guðmundur Karl lítur til þess að notkun veipa hefur aukist, og enn er horft til talnabrunns Landlæknisembættisins. Dagleg notkun veipa meðal 18 ára og eldri mældist 4 prósent árið 2017 sem samsvarar því að um það bil 10 þúsund manns hafa notað veipur daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Svipað hlutfall, eða um 4 prósent, notaði veipur sjaldnar en daglega. „Samtals veipa því 20.000 manns. Þetta er aukning frá sambærilegri mælingu árið 2016 þar sem tæplega 3 prósent sögðust nota veipur daglega og önnur 3 prósent sjaldnar en daglega eða samtals um 15 þúsund manns í heildina,“ segir Guðmundur Karl sem lítur á veipur sem mikla blessun fyrir lýðheilsu almennt. Kraftaverk reyndar. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Samantekið þá er það svo að árið 2014 reyktu 35.000 manns eða 14 prósent landsmanna. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Þetta er fækkun í röðum reykingarmanna um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma.Að verulegu leyti veipunni að þakka Þetta les Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir út úr nýútkomnum talnabrunni Landlæknisembættisins. Hann segir engan vafa á leika að þetta megi einkum þakka tilkomu rafrettunnar eða veipunnar, eins og hann kýs að kalla raftækið sem framleiðir gufu með nikótíni og margir hafa fengið sér í stað sígarettunnar. Guðmundur Karl hefur látið mjög til sín taka í umræðunni um veipuna og telur yfirvöld vilja mála yfir þá staðreynd að henni megi þakka að verulegu leyti það að nú eru reykingar minni á Íslandi en þekkist í hinum vestræna heimi.Guðmundur Karl læknir talar um kraftaverk. Reykingar eru nánast að hverfa á Íslandi og hann þakkar það ekki síst aukinni notkun veipa.visir/anton brink„Kraftaverk. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir vissulega erfitt að staðhæfa um orsakasamhengi en þetta fari ekki á milli mála.Sala á tóbaki hrunið frá árinu 2008 „Ég kallaði eftir sölutölum tóbaks frá ÁTVR. Sígarettusala hefur hrunið um 50 prósent frá 2008 til vorra tíma. Algjör snilld,“ segir Guðmundur Karl. Í þeim tölum kemur einnig fram að sala á snusi hefur aukist til samræmis við það. „Reykingarnar eru hríðfallandi eins og við höfum aldrei áður séð séð. Stærstu orsakavaldarnir eru munntóbakið og veipurnar sem eru klárlega að hreinsa reykingarnar í burtu.“Eins og glögglega má sjá hefur sala á sígarettum hrunið á Íslandi.Fleiri veipa færri reykja Guðmundur Karl lítur til þess að notkun veipa hefur aukist, og enn er horft til talnabrunns Landlæknisembættisins. Dagleg notkun veipa meðal 18 ára og eldri mældist 4 prósent árið 2017 sem samsvarar því að um það bil 10 þúsund manns hafa notað veipur daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Svipað hlutfall, eða um 4 prósent, notaði veipur sjaldnar en daglega. „Samtals veipa því 20.000 manns. Þetta er aukning frá sambærilegri mælingu árið 2016 þar sem tæplega 3 prósent sögðust nota veipur daglega og önnur 3 prósent sjaldnar en daglega eða samtals um 15 þúsund manns í heildina,“ segir Guðmundur Karl sem lítur á veipur sem mikla blessun fyrir lýðheilsu almennt. Kraftaverk reyndar.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira