Curry er nefnilega golfsjúklingur og þarf helst að æfa sig hvar sem hann er. Hótelherbergi eru ekki undanskilin.
Curry er búinn að vera á útileikjaferðalagi með Golden State Warriors og þar reif hann upp kylfuna. Ekki tókst betur til en svo að herbergið endaði í glerbrotum út um allt.
Hann er samt enginn nýgræðingur í golfinu heldur þykir Curry afar lipur kylfingur. Stjarnan fékk að spila á PGA-móti síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Lék báða hringina á 74 höggum.
Hér að neðan má sjá mynd af herberginu sem drengurinn rústaði.
when you feel like you’re on the @pgatour so you gotta get some swings going in the hotel room #idiot
A post shared by Wardell Curry (@stephencurry30) on Mar 1, 2018 at 1:33pm PST