Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 14:30 Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48