Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 21:00 Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes. Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes.
Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira