Hlakka til að aðlagast íslensku samfélagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 20:20 Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar Stöð 2 Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira