Hlakka til að aðlagast íslensku samfélagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 20:20 Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar Stöð 2 Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent